ÞÆTTIR
| 1. desember | 11:42
56 manns björguðust giftusamlega eftir að hafa verið skilin eftir af óprúttnum mönnum sem sögðust ætla að flytja fólkið frá Tyrklandi til Ítalíu. 12 börn voru í hópnum og tvær ófrískar konur. Þau voru skilin eftir á stórgrýttri strönd og sagt að þau þyrftu aðeins að klífa eitt fjall til að vera komin á leiðarenda. Talið er nær fullvíst að fólkið hefði orðið úti ef ekki hefði borist hjálp úr óvæntri átt þegar Landhelgisgæsla Íslands fann fólkið í fjörunni.