Samfélagsmiðlar íslensks stjórnmálafólks eru alltaf undir smásjá og því sem þar fer fram gert skil með reglubundnum og skemmtilegum hætti í Spursmálum. Yfirferðina má í heild sinni sjá í meðfylgjandi myndskeiði eða í rituðu máli hér að neðan.
Lifnaður á liðinu
Það var aldeilis útstáelsi, fjör og lifnaður á liðinu í vikunni sem nú er að líða - ha! Það er nú meira hvað þetta fólk hefur mikinn tíma til að skemmta sér í gríð og erg. En það má nú alveg stundum hafa gaman, lífið er líka til þess gert að maður djammi svolítið og djúsi. Þó það nú væri!
Þorgerður Katrín afmælisdrottning
Og sko, þá sérstaklega þegar einhver á stórafmæli eins og Togga okkar um síðustu helgi. Sextug og stórglæsileg! Til hamingju með sexíafmælið elsku Þorgerður - þú hefur sennilega aldrei verið betri! Eins og nýútspruning rós! Enda tökum við upp grískan sið núna og byrjum að telja aldurinn frá giftingu ekki fæðingu.
Sextug og stórkostleg!
Alla vega sló sexíafmælispartíið algerlega í gegn. Gestirnir sem fengu boð í þann mannfögnuð vilja meina að þetta hafi verið besta partí í langan tíma eða jafnvel bara allra tíma - það segir nú sína sögu. Gestalistinn var að sjálfsögðu stjörnum prýddur, en eins og viður minn Guðni Ágústsson myndi sennilega segja: „Þar sem margar stjörnur koma saman, þar verður stjörnuhrap“ en með því er átt við að gamanið varir ekki að eilífu. Maður þarf ýmist að borga brúsann daginn eftir í formi timburmanna eða bara vakna með blauta tusku hversdagsleikans í andlitinu á sér. Páll Óskar hefur verið á tímabili veruleikafyrringar þegar hann samdi Stuð að eilífu svo ekki láta hann blekkja ykkur. Það sem mun hins vegar láta stuðið vara aðeins lengur inn í framtíðina er söngurinn sem Togga fékk frá Valkyrjunum sínum, þeim K-Frost og Ingu, á afmælisdaginn. Hólí K, hvað þetta geggjað! Trallandi tónelskir og geggjaðir ráðherrar. Nei sko, ef það er eitthvað sem lengir lífið þá er það þetta.
Ráðherrastjarnan skein skært
Söngfuglinn Inga Sæland tók lagið oftar en einu sinni í þessari viku og söng fyrir múg og margmenni. Enn ekki hvað! Maður þarf að nýta þessa hæfileika sem Guð gaf manni í vöggugjöf, og það gerir Inga fyrir allan peninginn. Það var líka tilefni til því hún Togga Gunn var ekki sú eina sem átti sexíafmæli í vikunni heldur eru hún og Þroskaþjálfafélagið jafngömul. Haldið þið að það sé nú ekki stemning! Ráðherrastjarnan Inga Sæland þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um að taka í míkrófóninn og trylla lýðinn sem mættur var í sextugsafmæli félagsins, að hætti Tinu Turner. Simply the best virkar alltaf! Besta partítrikkið.
Völuspá og Dvergatal í flutningi Jóns Gnarr
JG-Grindavíkurmóðgari, betur þekktur sem Jón Gnarr, skrifaði ofsalega fallega afmæliskveðju til Þorgerðar, kann að vera að hann sé svona leiðtogasleikja, hann var alla vega alltaf frekar mikil kennarasleikja í skóla er manni sagt. En hann „ausaði“ þarna einhverju fallegu orðasalati yfir Toggu í tilefni afmælis hennar - bara fallegt, flott. Jón er góðu gæji. Hann er það! Og þess vegna er hann að berjast fyrir mig og þig og alla hina á þinginu eins og sést hér. Bara ef Ingvar væri að hella einhverju sterkara í glasið en vatni þá kannski fyndist honum ljóðasöngur flokksfélaga síns aðeins fyndnari.
Sigmundi Davíð misboðið
Ég veit það! Alltaf sami söngurinn. Simmi Dabbi hefur ekki húmor fyrir þessari athyglissýki stjórnarliða sem virðast finna hverja glufuna á fætur annarri til þess að klæða sig úr ráðamannagallanum og í listamannagallann. Sækið bara um listamannalaun og lifið drauminn ykkar - það er nóg til!
Þorbjörg, Þorgerður og Björn í fíling
Þarna eru Obba, Togga og forsetamakinn, just Bjorn! Kjútness overload - svo sæt mynd af þeim. Þær Obba og Togga voru greinilega ekki alveg til í að sleppa tökunum af afmælisgleðinni og hafa bara ákveðið að tengja. Tengja sexíafmælispartíið við finnsku gleðina með forsetahjónunum. Svona á að gera þetta! Það er eftirpartí hjá Finnunum.
Veislustýrur aldarinnar
Sjöllurnar Diljá Mist og Hildur Björns létu ljós sitt skína sem veislustjórar í vikunni og sigruðu næstum heiminn. Sko, ekki í sexíafmælinu hennar Toggu og heldur ekki hjá Þroskaþjálfafélaginu heldur hjá SUS - nei ég er ekki að sussa á ykkur, þetta er þarna ungir sjallar félagið. Já, flott, já.
Pawel í blörri
Pawel bestilingur tók sjálfu fyrir utan svitaholuna í Bolholti með Kvíði og Döggu Konna - allir hressir, og svo skálaði hann með Toggu sinni líka, auðvitað. Held að þessi mynd af þeim lýsi ástandinu. Líf þessa fólks er bara í algeru blörri af gleði!
Sanna splæsir í kvöld!
Ef það er eitthvað sem Sósíalista-Sanna hefur ekki áhyggjur af þá eru það peningar - hún á nefnilega kreditkort sko. Sanna veigraði sér ekki við því að splæsa drykk á gesti og gangandi á Kjarval á dögunum og nú er komin smá brunalykt af kreditkortinu. Sósíalistar eða ekki, það eru allir til í frían drykk á barnum!
Rósa í djammgír
Rósa Guðbjarts fer ekki úr bingógallanum þessa dagana á milli djammgigga - það er óþarfi, svo stutt á milli alltaf. Station-helgarnar endalausu. …Er þetta kannski orðið vandamál? Nei, nei - hún er bara living! Leyfum henni.
Ísdrottningin á bjórhátíð
Sjáið bara hvað er mikið stuð, dag og nótt. Maður er bara með fómó. Af hverju er maður ekki á þingi? Litla veislu lífið! Guðrún Hafsteins skellti sér á bjórhátíð í Hveragerði og festi ýmis konar super vandræðaleg móment á filmu. Samt eitthvað svo sætt myndskeið - það verður að viðurkennast.
„Rokað“ og rokkað feitt
Logi Einarsson átti þessa viku! Hann bæði rokaði og rokkaði - æ fattið þið! Logi sko, er til meira krútt? Hann fékk athyglissýkis memóið og steig á stokk á norðlensku rokktónleikahátíðinni Eyrarrokk um síðustu helgi. Skellti sér í búning og var bara í blússandi gír. Svo rambaði ljósmyndari mbl.is á hann við sjávarsíðuna í Reykjavík í þar sem Logi lét veðrið leika um sig allan í fyrstu alvöru haustlægðinni. Hann er ekki landsbyggðarmaður fyrir ekki neitt. Lætur ekki smá rok aftra sér frá því að ganga úr sér helgarsammarann.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/07/radherra_rokkadi_med_landsthekktum_sveitum/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/08/radherra_raedst_gegn_roki/
Alma og Logi með hugvitringum Nýsköpunarþingi
Logi stóð svo fyrir Nýsköpunarþingi með Ölmu Mö og það gekk líka svona ljómandi vel fyrir sig. Hugvit all over the place.
Þeir græða sem gullið eiga
Sjómanna-Dagur B. Eggertsson var í öfundssýkisskasti út í sjávarútvegsfyrirtækin í vikunni og fer núna fram á að hluti af því sem þau græða skili sér á einn eða annan hátt í hans eigins vasa.. Hefur hann einhvern tímann migið í saltan sjó? Hélt ekki.
Líkamsræktarfjélag Alþingis að störfum
Gummari og fellar tóku á því og rifu í járnin í Alþingisræktinni í jakkafötunum - hot or not? Það eru margir svolítið heitir fyrir þessu. Meira svona félagar.
Eyjólfur Ármannsson með uppistand
Eyjó innviðaráðherra stal svo algerlega senunni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum. Við skulum enda þessa stuðviku á að sjá gloppur af uppistandi hans - sjæs hvað hann er viðbjóðslega fyndinn og skemmtilegur. Hrókur alls fagnaðar! Heyrið þið hlátrasköllin!? Legend.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/02/beint_fjarmalaradstefna_sveitarfelaga/
Smelltu á spilarann hér að neðan til að nálgast nýjasta þátt Spursmála í heild sinni:












