„Ég átti fyrir jól fund með þó nokkuð mörgum rekstraraðilum Skeifunnar, og þá sérstaklega þessum parti þar sem að mesta traffíkin er núna – í kringum Elko og Krónuna, Pfaff og niður að Hagkaupum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, um tillögu meirihlutans um að bæta umferðarmál Skeifunnar. Meira
Villibráð gerist í glæsilegu einbýlishúsi í Vesturbænum. Meira
Ekki fást upplýsingar um það hjá Íslandshótelum hve mikið fjárhagslegt tjón það gæti orðið fyrir hótelkeðjuna komi til verkfalls starfsfólks Eflingar á hótelunum. Meira
Tómas Þorvaldsson GK-10 , togari Þorbjarnar hf., kom til hafnar í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í morgun og lauk þar með fyrsta túr ársins sem hófst 2. janúar síðastliðinn. Túrinn var því rúmar þrjár vikur og er uppistaða aflans þorskur, ýsa og grálúða. Meira
Tvö hundruð og áttatíu tonn af stuðlabergi eru notuð í lúxusgististaðinn Torfhús Retreat í landi Einholts í Biskupstungum. Eftirsóttir heitir pottar við gistihúsin, sem öll eru byggð í gömlum íslenskum torfbæjarstíl, eru hlaðnir úr berginu. Meira
Pedro Gunnlaugur Garcia, Arndís Þórarinsdóttir og Ragnar Stefánsson hlutu rétt í þessu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 á Bessastöðum. Við sama tækifæri voru Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn 2023 afhent og þau hlaut Skúli Sigurðsson. Meira
Kanye West er formlega giftur og hefur kynnt North West fyrir nýju konunni sinni. Meira
„Hún slær mig afar illa. Ég tel eins og áður mjög óskynsamlegt að efna til ófriðar á vinnumarkaði við þessar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður hvernig verkfallsboðun Eflingar frá því fyrr í dag slái sig. Meira
„Þetta voru mjög ýktar veðuraðstæður og óvenjulegt ástand,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um lokun Reykjanesbrautarinnar fyrir jól og fagnar því samráði sem átt hafi sér stað í starfshópi sem nú hefur skilað af sér skýrslu um lokunina þar sem tíndar eru til ýmsar leiðir til úrbóta. Meira
„Þetta er staður sem mér finnst mjög gaman að vera á.“ Meira
Starfshópur sem innviðaráðherra skipaði vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar vegna veðurs fyrir jól segir í skýrslu sinni að ekki hefði verið hægt að koma algerlega í veg fyrir lokun brautarinnar, þegar horft væri til veðuraðstæðna á umræddu tímabili, og lögbundinna hlutverka Vegagerðarinnar og lögreglu er snúa að öryggi vegfarenda. Meira
Alþingi kemur saman í dag eftir jólahlé og nefndaviku og hefst þingfundur klukkan þrjú síðdegis. Á dagskrá er aðeins eitt þingmál, frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög. Málinu var frestað fyrir jól í samningum um þingfrestun Meira
Lögreglan í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, veitti bíl eftirför sem vildi ekki stöðva fyrir lögreglu í hefðbundnu eftirliti í hverfinu Jordbro í gærkvöldi. Meira
Irma Gunnarsdóttir úr FH er orðin annar besti langstökkvari sögunnar innanhúss hér á landi eftir að hún sigraði í greininni á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni í gær. Meira
Fyrstu tvær vikur janúar eru mikilvægar fyrir tölvuleikjaframleiðendur. Meira
Ástsæli tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson, eða Matti Matt eins og hann er jafnan kallaður, hefur komið víða við á tónlistarferli sínum en hann hefur nú stigið inn á nýtt svið. Hann útskrifaðist úr húsasmíði um jólin og hefur nú nýlokið sveinsprófi í iðninni. Hann ræddi um húsasmíðina, tónlistina og fleira í Ísland vaknar í vikunni. Meira
Átök á milli glæpagengja hafa valdið bylgju af skot- og sprengjuárásum í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóð, frá áramótum. Veitingastaður hefur verið lagður í rúst og handsprengju kastað í fjölbýlishús, svo eitthvað sé nefnt. Meira
Fallið hefur verið frá fyrirhuguðu útgöngubanni katta að næturlagi á Akureyri. Þetta ákvað meirihluti bæjarstjórnar fyrir jól að sögn Heimis Arnar Árnasonar, forseta bæjarstjórnar. Meira
Sjö metra jólatré sem komið hafði verið upp fyrir jól á hringtorgi við Bæjarbraut og Hæðarbraut í Garðabæ féll í morgun eftir baráttu við Kára. Sigurður Hafliðason, yfirmaður áhaldahúss Garðabæjar, segir í samtali við mbl.is að rokið hafi náð að taka tréð niður í þetta skiptið, en vegna fyrirbyggjandi aðgerða síðustu daga í tengslum við asahlákuna hafði frestast að taka tréð niður. Meira
Kona á fertugsaldri sem varð úti fyrir jól fannst skammt frá heimili sínu efst í Mosfellsbænum nálægt því sem heitir Esjumelar, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira