Allt að gerast í einni áheyrnarprufu

FÓLKIÐ  | 13. október | 20:30 
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir komst áfram í The Voice með glæsilegum flutningi á laginu Do you Believe in Life after Love með Cher. Það var þó ekki það eina sem gerðist í áheyrnarprufunni, eins og sjá má í myndskeiðinu.

Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur brá fyrir í broti úr öðrum þætti The Voice sem var sýnt fyrir þáttinn í síðustu viku. 

Það sem var einna eftirtektaverðast í myndbrotinu var þegar Salka Sól reif hnappinn af stólnum sínum - eða hvað?

Hrafnhildur flutti lagið Do you Believe in Life after Love með Cher svo að segja óaðfinnanlega, enda sneru þrír þjálfarar sér við.

Í sömu áheyrnarprufu er Helgi með skemmtilegan framburð á nafninu Cher, sem Twittverjar tóku óðar upp þegar þátturinn fór í loftið.

Hvað stóð helst upp úr dæmir hver fyrir sig, en áheyrnarprufuna má sjá í heild sinni í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Þættir