Hversdagsmatur eða sunnudagssteik?

MATUR  | 4. febrúar | 9:24 
Í þætti dagsins af Korter í kvöldmat töfrar Óskar fram ofnbakað grænmeti með engifersósu og kjúklingi, eða til að smella réttinum í hátíðarlegri búning, önd.

Í þætti dagsins af Korter í kvöldmat töfrar Óskar fram ofnbakað grænmeti með engifersósu og kjúklingi, eða til að smella réttinum í hátíðarlegri búning, önd.

„Við byrjum á því að hita ofninn í 180°. Sætar kartöflur eru skornar niður í ½ - 1 cm kubba, fennelið er skorið í ræmur og brokkolíið skorið í litla þægilega bita. Grænmetið setjum við allt saman í ofnfast fat með 1 cm af rifnum engifer, ólífuolíu, salti, pipar og smá chili-olíu, ef smekkur er fyrir. Það er best að hræra vel í svo olían nái að þekja allt grænmetið og kryddið dreifist vel, og ekki verra að nota hendurnar til verksins,“ segir Óskar.

Grænmetið fer svo beina leið inn í heitan ofninn og mallar þar í 25-30 mínútur.

Með matnum er borin fram guðdómleg og ótrúlega einföld engifer- og sweet chili-sósa. „Við tökum eina matskeið af majónesi, aðra af sýrðum rjóma, 2 matskeiðar af sweet chili-sósu og smá pipar ásamt einni matskeið af rifnum engifer og hrærum öllu saman, ekki flóknara en það, sósan er tilbúin,“ segir hann. 

Fyrir meiri hversdagsmat þá eru úrbeinuð kjúklingalæri frábær í þennan rétt. „Við einfaldlega skellum þeim á þurra pönnu og kryddum með salti og pipar, fyrir þá sem vilja smá kraft í réttinn er gott að bæta chili-olíu við hérna. Kjúklingnum er svo snúið eftir 3-4 mínútur og steiktur áfram þar til hann er orðinn gegnumeldaður.“

Það er einfalt að uppfæra réttinn í glæsilega sunnudagssteik, þá skiptum við kjúklingnum út fyrir andabringur.

Bringurnar eru af aliönd svo það er gott fitulag á þeim. „Við snyrtum fitulagið aðeins til og ristum rákir í það. Rákirnar þurfa að ná í gegnum fitulagið og sinina sem liggur á milli fitunnar og kjötsins, um 1 cm að dýpt.“

Bringurnar eru settar á þurra pönnu og fitulagið látið snúa niður til að fitan verði brún og stökk. Þær eru steiktar í um 4-5 mínútur á hvorri hlið og ef bringurnar eru þykkar er gott að leggja pottlok á þær til að halda hitanum betur að bringunum og fá jafnari steikingu.

„Bringurnar þurfa helst að fá að standa í nokkrar mínútur eftir steikingu og fá að jafna sig aðeins,“ segir Óskar, þá verða þær meyrari og betri.

Að því loknu er ekkert eftir nema að taka grænmetið úr ofninum og bera fram.

Engifersósa/dressing

2  msk. majones

2 msk. sýrður rjómi (10%)

2 msk. sweet chili sósa 

1 – 2 msk. ferskur engifer

pipar

Þættir