Taílensk bragðbomba með íslensku hráefni

MATUR  | 16. júní | 11:40 
Rétturinn sem Óskar kokkur töfrar fram í þætti dagsins af Korter í kvöldmat sameinar íslenskt sjávarfang og taílenskt krydd á eins einfaldan og fljótlegan máta og mögulegt er. Útkoman verður bragðbomba sem fjölskyldan á eftir að elska.

Rétturinn sem Óskar kokkur töfrar fram í þætti dagsins af Korter í kvöldmat sameinar íslenskt sjávarfang og taílenskt krydd á eins einfaldan og fljótlegan máta og mögulegt er. Útkoman verður bragðbomba sem fjölskyldan á eftir að elska.

Uppskrift

Laukur, paprika og chili skorin niður og steikt á pönnu í ólífuolíu við vægan hita. Því næst eru hvítlaukur og engifer flysjaðir og rifnir út á pönnuna með grænmetinu, sem heldur áfram að malla í nokkrar mínútur. Sweet chili-sósunni er bætt á pönnuna og þegar hún er byrjuð að krauma er möndlumjólkinni bætt við.

„Þegar sósan er búin að malla í 4-5 mínútur er hún í raun og veru tilbúin, þá verðum við að smakka hana. Sósan á að vera aðeins of sterk fyrir okkur því þegar hrísgrjón, mangó og rækjur koma saman mildast sósan.“

  • Ef sósan er heldur mild er lítið mál að styrkja hana með chiliolíu, cayennepipar eða tabascosósu.

Rækjum og soðnum hrísgrjónum er bætt á pönnuna og öllu hrært vel saman. Mangó er skorið í bita og þegar grjónin og rækjurnar eru orðin heit í gegn er þeim bætt við á pönnuna.

Þá er rétturinn nánast tilbúinn, það eina eftir stendur er að toppa hann með því að kreista safa úr heilu lime yfir.

Ef ferskur kóríander er til á heimilinu er gott að saxa hann niður og strá yfir áður en rétturinn er borinn fram, kóríanderinn gefur bæði gott bragð og svo lítur rétturinn enn betur út.

Þættir