Hvernig ganga framkvæmdir á Holtsvegi

SMARTLAND  | 5. nóvember | 20:02 
Inn­an­húss­arkí­tekt­arn­ir Berg­lind Berndsen og Helga Sig­ur­bjarna­dótt­ir eru að mublera upp íbúð við Holts­veg í Garðabæ. Þær hönnuðu inn­rétt­ing­ar og lögðu mikið upp úr því að gera mikið úr glugga­tjöld­un­um. Arkí­tekta­stof­an Arkís hannaði hús­eign­ina sjálfa og skipu­lag íbúðanna en Berg­lind og Helga komu inn í verk­efnið á seinni stig­um. Það er magnað hvað hægt er að búa til fal­legt heim­ili með lýs­ingu, rétt­um glugga­tjöld­um og hús­gögn­um. Hús­gögn­in koma frá Norr 11 og glugga­tjöld­in frá Vogue. Öll sæng­ur­föt eru hönnuð af Ingi­björgu Hönnu Bjarna­dótt­ur.

Þættir