Berglind og Helga hanna íbúð frá grunni

SMARTLAND  | 5. nóvember | 20:01 
Berg­lind Berndsen og Helga Sig­ur­björns­dótt­ir inna­húss­arki­tekt­ar fengu það verk­efni að hanna nýj­ar íbúðir að inn­an við Holts­veg í Garðabæ. Íbúðirn­ar sjálf­ar eru hannaðar af arkí­tekta­stof­unni Arkís en þær stöll­ur sáu um að inn­rétta þær. Smart­land fékk að fylgj­ast með því þegar Berg­lind og Helga tóku eina íbúð við Holts­veg 18 og mubleruðu hana upp. Í þessu innslagi sést íbúðin áður en þær hóf­ust handa. Þegar hér var komið við sögu var byrjað að setja upp inn­rétt­ing­ar og næsta skref að setja gól­f­efni á íbúðina. Les­end­ur Smart­lands fá að fylgj­ast með ferl­inu í þrem­ur þátt­um. Um helg­ina verður hægt að skoða íbúðirn­ar með eig­in aug­um en þær eru að koma í sölu. Holts­veg­ur 14-18

Þættir