„Góð stígandi í þessu“

ÍÞRÓTTIR  | 5. mars | 19:25 
Theodór Sigurbjörnsson segir stígandi vera í leik ÍBV eftir að liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu 31:24 í Olís-deildinni í handbolta í Mosfellsbænum í dag.

Theodór Sigurbjörnsson segir stígandi vera í leik ÍBV eftir að liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu 31:24 í Olís-deildinni í handbolta í Mosfellsbænum í dag. 

„Við lögðum grunn að þessum sigri með massívri vörn og markvörslu. En það er engin
spurning að maður bjóst við þeim (Mosfellingum) aðeins massívari í dag,“ sagði Theodór en hornamaðurinn snjalli skoraði 12 mörk fyrir ÍBV í leiknum og var markahæstur á vellinum. 

„Þegar við erum með fullt lið, allir heilir og í góðu standi, þá erum við góðir,“ sagði Theodór en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

 

Þættir