Börðu okkur út úr leiknum

ÍÞRÓTTIR  | 15. mars | 21:25 
Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar kvaðst vera stoltur af góðri endurkomu liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar kvaðst vera stoltur af góðri endurkomu liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Snæfell náði yfirburðaforystu í leiknum en Stjarnan jafnaði í lokin áður en Snæfell tryggði sér sigurinn, 79:76.

Pétur sagði við mbl.is að hann væri hrikalega stoltur af því hvernig liðið kom til baka eftir að hafa verið 27 stigum undir. „Við fengum séns til að komast yfir aftur og hefðum getað stolið þessu,“ sagði Pétur.

Spurður hvernig honum litist á Snæfell sem andstæðing í undanúrslitunum, en allt bendir til þess að liðin mætist þar, sagði Pétur að lið Snæfells væri ótrúlega vel mannað og þjálfað og verðugður andstæðingur. Stjarnan hefði hins vegar unnið einn leik liðannna í vetur. Snæfell spilaði af hörku og Stjarnan yrði að mæta með sama leik. 

„Það þýðir ekki að gefa eftir eins og í fyrri hálfleik þegar þær völtuðu yfir okkur og hreinlega börðu okkur út úr leiknum,“ sagði Pétur.

Viðtalð í heild má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Þættir