Þeim leið allt of vel

ÍÞRÓTTIR  | 15. mars | 21:25 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagðist vera mjög ánægður með fyrri hálfleik en mjög óánægður með þann síðari þegar lið hans vann Stjörnuna 79:76 í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld.

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagðist vera mjög ánægður með fyrri hálfleik en mjög óánægður með þann síðari þegar lið hans vann Stjörnuna 79:76 í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld.

Ingi sagði við mbl.is að lið sitt hefði verið í frábærri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en hætt að sækja á körfuna og leyft Stjörnukonum að ýta sér frá. „Þær fengu allt of mörg vítaskot í seinni hálfleik og ég er mjög óánægður með það,“ sagði Ingi.

Hann sagði jafnframt að eftir að hafa náð 28 stiga forskoti í fyrri hálfleik hefði hann fundið að sínum leikmönnum hefði liðið allt of vel. Ljóst hefði verið að Stjörnukonur myndu ekki láta labba yfir sig áfram og hefðu gert vel að komast aftur inn í leikinn.

„En ég er ótrúlega ánægður með þær sem voru inni á í lokin, þær stóðust áhlaup gestanna,“ sagði Ingi og sagði að það yrði ekkert einfalt að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Grindavík í næstsíðustu umferðinni. Grindavíkurliðið væri betra í dag en það hefði verið fyrr í vetur. „Við þurfum að spila eins og í fyrri hálfleik í kvöld til að klára það verkefni á laugardaginn,“ sagði Ingi.

Viðtalið í heild má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Þættir