Sá ekki lið sem var tilbúið að fórna sér

ÍÞRÓTTIR  | 16. mars | 22:35 
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var alls kostar ósáttur með leik sinna manna í kvöld og þá sérstaklega varnarleikinn. Hann sagði sína menn stoltari af varnarleik sínum en það að fá á sig 99 stig, hvað þá í úrslitakeppninni.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, var alls kostar ósáttur með leik sinna manna gegn Grindavík í úrslitakeppninni í körfuboltanum í kvöld og þá sérstaklega varnarleikinn. Hann sagði sína menn stoltari af varnarleik sínum en það að fá á sig 99 stig, hvað þá í úrslitakeppninni. 

Einar sagðist hafa vitað það fyrir fram að þetta yrði barátta tveggja sterkra liða og um leið minnti hann á að staðan væri bara 1:0 í einvíginu.  Einar sagði sig og Baldur í þjálfarateyminu taka á sig að vissu leyti tapið í kvöld því þetta var ekki það lið sem þeir augljóslega þekkja best.

Þættir