Mínir menn lögðu sig fram

ÍÞRÓTTIR  | 16. mars | 22:35 
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var nokkuð sáttur með sigur í kvöld gegn Þór í fyrsta einvígi liðanna sem fram fór í Grindavík. Jóhann sagði sína menn hafa lagt sig fram og þrátt fyrir einhver smáatriði sem betur máttu fara var hann heilt yfir sáttur.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var nokkuð sáttur með sigur í kvöld gegn Þór í fyrsta einvígi liðanna sem fram fór í Grindavík. Jóhann sagði sína menn hafa lagt sig fram og þrátt fyrir einhver smá atriði sem betur máttu fara þá var hann heilt yfir sáttur.

Jóhann telur þessa seríu vera 50/50, tvö góð lið og í kvöld mættu þeir mögulega ekki nægilega klárir. Jóhann sagði að klárlega væri alltaf hægt að laga hlutina en númer 1, 2 og 3 var að hans menn tóku sigur og var það fyrsti sigur Grindvíkinga í úrslitakeppni.

Þættir