Schulz mun etja kappi við Merkel

ERLENT  | 20. mars | 11:28 
Martin Schulz varð í dag formlega helsti keppinautur Angelu Merkel Þýskalandskanslara í kosningunum sem fram fara í september. Mun hann leiða vinstri fylkinguna í tilraun til að víkja Merkel úr sæti kanslara, en þar hefur hún setið síðan árið 2005.

Martin Schulz varð í dag formlega helsti keppinautur Angelu Merkel Þýskalandskanslara í kosningunum sem fram fara í september. Mun hann leiða vinstri fylkinguna í tilraun til að víkja Merkel úr sæti kanslara, en þar hefur hún setið síðan árið 2005.

Sósíal-demókratinn Schulz, sem þegar hefur hlotið lof fyrir að endurlífga flokk sem áður þótti veikburða, var í dag samhljóða kosinn leiðtogi flokksins SPD á landsfundi í Berlín.

Í ræðu sinni eftir kjörið reyndi Schulz að beina spjótum sínum gegn Merkel, sem fyrir nokkrum mánuðum virtist hafa óyfirstíganlegt forskot fyrir kosningarnar.

„Núna hefst baráttan til að verða stærsti flokkur landsins og taka yfir kanslaraembættið,“ sagði Schulz.

Ákvörðun hans um að yfirgefa Evrópuþingið, sem hann leiddi í fimm ár, og verða frambjóðandi til leiðtoga Þýskalands hefur gefið sósíaldemókrötum nýtt líf í kjölfar þess að fyrrverandi leiðtogi flokksins, Sigmar Gabriel, bað Schulz um að taka við taumunum í janúar.

Þættir