Maður er í þessu fyrir tilfinningar

ÍÞRÓTTIR  | 13. apríl | 21:50 
Jóhanna Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms er stríðsmaður og það var augljóst eftir 80:64 tapið gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta að hún var fremur súr að vera komin í sumarfríið.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms er stríðsmaður og það var augljóst eftir 80:64 tapið gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta að hún var fremur súr að vera komin í sumarfríið.

Tap gegn Keflavík í kvöld sagði hún vera sárt því hún og hennar lið ætluðu lengra en þetta. Jóhanna sagði sitt lið ekki hafa verið nægilega harðar og að í slíkum leikjum þá þurfa leikmenn að koma 100% tilbúnir til leiks.

Viðtal við Jóhönnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 

Þættir