„Nú er hrollurinn farinn“

ÍÞRÓTTIR  | 18. apríl | 22:15 
„Við komum ekki nógu ákveðnar til leiks,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, í samtali við mbl.is eftir tap liðsins fyrir Keflavík, 75:69, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld.

„Við komum ekki nógu ákveðnar til leiks,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, í samtali við mbl.is eftir tap liðsins fyrir Keflavík, 75:69, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Sjá: Keflavík vann háspennuleik í Hólminum

„Þetta var fyrsti leikur í úrslitum og auðvitað var smá fiðringur í maganum, en það er ekkert sem hafði áhrif á þetta. Við vorum bara ekki að standa okkur nægilega vel. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel með því að ná fleiri fráköstum, en héldum það ekki út og vorum bara ekki nógu ákveðnar,“ sagði Berglind.

Næsti leikur fer fram í Keflavík að kvöldi sumardagsins fyrsta og Berglind segir að liðið muni sýna sitt rétta andlit í þeim leik.

„Við komum bara einbeittar í næsta leik. Nú er hrollurinn farinn og við förum til að sækja sigur í Keflavík á fimmtudaginn,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir