Dagsformið mun ráða í oddaleik

ÍÞRÓTTIR  | 27. apríl | 21:40 
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri í kvöld í Grindavík og þar með hampað Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð. Finnur sagðist ekki vilja ræða sitt leikplan fyrir kvöldið jafnvel þó svo að leiknum væri lokið en uppljóstraði því að sumt hafi virkað vel og annað ekki.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri í kvöld í Grindavík og þar með hampað Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð. Finnur sagðist ekki vilja ræða sitt leikplan fyrir kvöldið jafnvel þó svo að leiknum væri lokið en uppljóstraði því að sumt hafi virkað vel og annað ekki. 

Finnur sagði Grindvíkinga hafa verið að spila vel í kvöld og að þristar frá Ingva Guðmundssyni og Þorsteini Finnbogasyni hafi vegið þungt þegar KR var að reyna að klóra sig til baka í leiknum. Finnur greip í klisjuna góðu, spurður um hvað myndi svo skilja á milli í oddaleiknum.

Þættir