Stigin mikilvægari en mörkin

ÍÞRÓTTIR  | 30. apríl | 21:00 
„Ég er ánægður. Stigin þrjú eru mikilvægari en að ég geri þrjú mörk,“ sagði Steven Lennon, leikmaður FH, sem skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í 4:2 sigri á Skipaskaga í kvöld.

„Ég er ánægður. Stigin þrjú eru mikilvægari en að ég geri þrjú mörk,“ sagði Steven Lennon, leikmaður FH, sem skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í 4:2 sigri á Skipaskaga í kvöld.

„Ég kann ágætlega við þetta leikkerfi, það opnar svæði fyrir kantmennina til að koma inn í miðjuna. Mörkin voru fín hjá mér, í öðru markinu hitti ég boltann mjög vel,“ sagði Lennona.

Hann átti flottan leik og var ánægður. „Ég er 6 kílóum léttari núna en í fyrra og miklu sterkari og ég held þetta verði bara flott hjá okkur í sumar,“ sagði hann.

Þættir