Geggjuð byrjun á sumrinu

ÍÞRÓTTIR  | 1. maí | 19:40 
„Þetta var nú kannski ekkert fallegur sigur, en sigur engu að síður,“ sagði Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, eftir að liðið lagði Breiðablik 3:1 í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag.

„Þetta var nú kannski ekkert fallegur sigur, en sigur engu að síður,“ sagði Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, eftir að liðið lagði Breiðablik 3:1 í fyrstu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag.

Guðmann var að vonum ánægður með sigurinn enda var þetta fyrsti leikur KA efstu deild í rúman áratug. „Þetta var mikill og góður sigur og vinnusemin í þeim sem voru fyrir framan okkur í vörninni var frábær. Þetta er bara geggjuð byrjun á sumrinu og ég hlakka mikið til framhaldsins,“ sagði fyrirliðinn kampakátur í lok leiks.

Þættir