„Við erum að skoða okkur um“

VIÐSKIPTI  | 23. maí | 12:34 
Fjölmargir voru mættir við opnun Costco í Kauptúni í morgun. Mbl.is var á staðnum og ræddi við viðskiptavini sem voru að skoða sig um í versluninni og velta fyrir sér verðinu.

Fjölmargir voru mættir við opnun Costco í Kauptúni í morgun. Mbl.is var á staðnum og ræddi við viðskiptavini sem voru að skoða sig um í versluninni og velta fyrir sér verðinu.

Flestir voru sammála um að verðið væri mjög gott og að það hafi verið góð ákvörðun að fá sér aðildarkort. Vöruhús Costco er 12.000 fermetrar að stærð og eins og sjá má í myndbandinu er úrvalið þar frekar fjölbreytt en raftæki, matvöru, uppblásin leikföng og fleira má nálgast í vöruhúsinu.

Þættir