Frekari framkvæmdir á Miklubraut

INNLENT  | 1. júní | 15:50 
Á næstunni hefjast frekari framkvæmdir á Miklubraut. Bætt verður við akrein frá strætóskýlinu við Rauðagerði að rampinum út á Reykjanesbraut. Með þessu verður strætó auðveldað að komast aftur út á brautina frá innskotinu við skýlið. Ekki þarf að loka akreinum vegna framkvæmdanna.

Á næstunni hefjast frekari framkvæmdir á Miklubraut. Bætt verður við akrein frá strætóskýlinu við Rauðagerði að rampinum út á Reykjanesbraut. Með þessu verður strætó auðveldað að komast aftur út á brautina frá innskotinu við strætóskýlið.

Ekki þarf að loka akreinum vegna framkvæmdanna en þær þrengjast þó meðan á þeim stendur og hámarkshraði lækkar tímabundið úr 80 km/klst. í 70 km/klst. Tilkynnt verður um hvenær þær hefjast og áætluð verklok á næstu dögum.

Þættir