Liggja á eggjum á umferðareyju

INNLENT  | 6. júní | 14:40 
Tjaldar eiga það til að verpa á óvenjulegum stöðum og á umferðareyjunni við Þingvallaafleggjarann hefur tjaldapar legið á eggjum sínum undanfarnar vikur. Umferðin virðist ekki hafa mikil áhrif á þá en þeir gætu þó lent í vandræðum þegar eggin klekjast út og ungarnir fara á stjá.

Tjaldar eiga það til að verpa á óvenjulegum stöðum og á umferðareyjunni við Þingvallaafleggjarann hefur tjaldapar legið á eggjum sínum undanfarnar vikur. Umferðin virðist ekki hafa mikil áhrif á þá en þeir gætu þó lent í vandræðum þegar eggin klekjast út og ungarnir fara á stjá.

17 - 21 dag tekur fyrir egg tjalda að klekjast út en þeir hafa átt það til að verpa á umferðareyjum hér á landi áður. Fyrr í sumar sögðum við frá tjöldum sem lágu á eggjum í sandgryfjunum á golfvellinum á Seltjarnarnesi.

Frétt mbl.is: Hreiðurgerð í glompum á Nesvelli 

Þættir