Flugdrekaferð um Grænlandsjökul

INNLENT  | 9. júní | 12:50 
Fimm reyndir fjallamenn ferðuðust um 1300 km leið um Grænlandsjökul á dögunum. Stóran hluta leiðarinnar létu þeir flugdreka draga sig á jöklinum en leiðin hefur ekki verið farin áður. Leifur Örn Svavarsson einn leiðangursmanna segir það vera mikla upplifun að sigla um jökulinn með þessum hætti.

Fimm reyndir fjallamenn ferðuðust um 1300 km leið um Grænlandsjökul á dögunum. Stóran hluta leiðarinnar létu þeir flugdreka draga sig á jöklinum en leiðin er á austurströndinni og hefur ekki verið farin áður.

Leifur Örn Svavarsson einn leiðangursmanna og einn reyndasti fjallgöngumaður landsins segir það vera mikla upplifun að sigla um jökulinn með þessum hætti. Ferðalagið hófst 28. apríl og þeir félagar komu aftur til landsins 2. júní. 

Í myndskeiðinu má sjá mikið af myndefni úr ferðinni og þá er rætt við Leif og Hallgrím Magnússon en aðrir leiðangursmenn voru: Einar Kr. Stefánsson, Skúli Magnússon, og Tómas Júlíusson. 

Hér má sjá dagbókarfærslur þeirra félaga úr ferðinni.

Þættir