Dæmdur í 30 daga fangelsi

ERLENT  | 12. júní | 22:17 
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi eftir að mótmæli, sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir, fóru fram víðs vegar um Rússland.

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi eftir að mótmæli, sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir, fóru fram víðs vegar um Rússland.

Talsmaður Navalny sagði á Twitter að spillingu innan ríkisstjórnarinnar hefði verið mótmælt.

„Dómur: 30 dagar,“ skrifaði Kira Yarmysh á Twitter, eftir að Navalny hafði verið dæmdur fyrir að skipuleggja mótmælin.

 

Rússnesk yfirvöld handtóku hinn 41 árs Navalny ásamt rúmlega 1.500 af stuðningsmönnum hans. Flestar handtökurnar fóru fram í Moskvu.

Frétt mbl.is: Tæplega þúsund handteknir

Alls eru 823 mótmælendur í haldi lögreglunnar í Moskvu og um 600 eru í haldi í Pétursborg

Þættir