147 látnir í aurskriðunum

ERLENT  | 14. júní | 8:40 
Staðfest er að 147 manns hið minnsta hafi látist í aurskriðum í Bangladesh og í norðausturhluta Indlandi í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Aurskriður urðu í þremur héröðum Bangladesh; Rangamati þar sem 98 létust, Chittagong þar sem 32 týndu lífi og Bandarban þar sem sex létu lífið.

Staðfest er að 147 manns hið minnsta hafi látist í aurskriðum í Bangladesh og í norðausturhluta Indlandi í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Aurskriður urðu í þremur héröðum Bangladesh; Rangamati þar sem 98 létust, Chittagong þar sem 32 týndu lífi og Bandarban þar sem sex létu lífið. Ellefu að minnsta kosti létust í Indlandi.

Fram kemur á ástralska fréttavefnum ABC News að tala látinna kunni að hækka enn frekar. Leit stæði yfir að fólki en ekki væri vitað um marga íbúa svæðisins. Björgunaraðgerðir hafa gengið erfiðlega vegna slæmra veðurskilyrða. Björgunarsveitir hafa ekki enn komist á suma afskekktari staði. 

Þættir