Hugsum fyrst um fólkið

ERLENT  | 14. júní | 22:33 
Jessica er tólf ára bresk stúlka sem var viðskila við fjölskyldu sína í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Lundúnum í nótt. Hún er ein af fjölmörgum sem er enn saknað eftir mannskæðan eldsvoða. Á samskiptamiðlum birta fjölmargir vinir og ættingjar myndir af horfnum ástvinum sínum.

Jessica er tólf ára bresk stúlka sem var viðskila við fjölskyldu sína í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Lundúnum í nótt. Hún er ein af fjölmörgum sem er enn saknað eftir mannskæðan eldsvoða. Á samskiptamiðlum birta fjölmargir vinir og ættingjar myndir af horfnum ástvinum sínum sem þeir hafa ekki náð í eftir eldsvoðann. Margir eru vongóðir um að þeim hafi verið bjargað og finnist í einu af sex sjúkrahúsum borgarinnar. 

Alls hafa 12 manns þegar látist og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka en 18 eru alvarlega slasaðir. Að minnsta kosti 70 manns hafa sótt læknishjálp á sjúkrahúsum borgarinnar. 

„Því miður búumst við ekki við að fleiri muni finnast á lífi,“ sagði Stuart Cundy, lögreglustjóri Lundúna, í sjónvarpsviðtali fyrr í kvöld.   

Eldur logar enn í turninum og eru slökkviliðsmenn að störfum og verða fram á nótt meðal annars í leit að hinum látnu.  

Myndir af turninum í eldhafinu og uppgefnir slökkviliðsmenn er það sem birtist á forsíðum flestra breskra dagblaða sem koma út í fyrramálið. Fyrirsagnir blaðanna eru ágengar og velta því upp hvort turninn hafi verið dauðagildra. Ástæðan er sú að engar úrbætur voru gerðar á brunavörnum þrátt fyrir viðvaranir. Þetta er meðal annars fullyrt á forsíðu dagblaðsins Guardian. Þar kemur meðal annars fram að fyrir fjórum árum hafi íbúum hússins verið gerð grein fyrir því að brunavörnum væri ábótavant í húsnæðinu.   

 

 

Í frétt Guardian kemur meðal annars fram að íbúar húsnæðisins hafi ítrekað gert athugasemdir við brunavarnir í húsnæðinu bæði fyrir og á meðan á viðhaldi hússins stóð yfir. eðan endur. Þeir hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda auk stjórnar fyrirtækisins sem sér um húsnæðið. 

Upptök eldsvoðans eru ókunn. Talið er að rannsóknin muni beinast að klæðningu hússins sem virðist hafa leitt eldinn mjög hratt. Nick Hurd, ráðherra lög­reglu- og eld­varn­ar­mála, segir að aðrar byggingar með sambærilegri klæðningu og var á Grenfell-turni verði skoðaðar og farið vel yfir eldvarnir. 

Hugsum fyrst um fólkið 

Ótal spurningum er enn ósvarað varðandi brunann. Ljóst er að íbúarnir eru húsnæðislausir og hafa misst aleiguna fyrir utan mannslífin sem hafa týnst. Þetta kemur fram í ritstjórnarpistli Mark Easton á BBC. Hann áréttar að það þurfti fyrst og fremst að hugsa um fólkið sem hafi misst fjölskyldu sína og húsnæðið áður en farið verður að spyrja spurninga á borð við, hvað olli eldsvoðanum.  

 

Fjölmargir hafa krafist þess að atvikið verði rannsakað ítarlega. Ed Mili­band, formaður Verka­manna­flokks­ins, tekur í sama streng og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og fer fram á að eldsvoðinn verði rannsakaður gaumgæfilega. Slíkur atburður megi aldrei.

 

 

 

Þættir