Ragnar gefur út eitt lag á viku

FÓLKIÐ  | 23. júní | 12:42 
„Ég var með tónleika í jógastöðinni Sólir, þar sem ég spilaði í jógasalnum undir savasana-slökun. Þetta var sérstakur „full moon yoga“ viðburður, alltaf á fullu tungli er venjuleg dagskrá í Sólum brotin upp og eitthvað öðruvísi gert í staðinn.“

„Ég var með tónleika í jógastöðinni Sólir, þar sem ég spilaði í jóga salnum undir savasana-slökun. Þetta var sérstakur „full moon yoga“ viðburður, alltaf á fullu  tungli er venjuleg dagskrá í Sólum brotin upp og eitthvað öðruvísi gert í staðinn. Að þessu sinni vorum við með tónleika. Tónleikarnir voru teknir upp og ætla ég að senda frá mér eitt lag á viku núna í júlímánuði. Ég spilaði mín eigin lög í bland við ábreiður (cover) í órafmagnaðri útgáfu. Svo enda ég mánuðinn á því að senda frá mér glænýtt lag sem ég er að leggja lokahöndina á þessa dagana,“ segir Ragnar Árni Ágústsson, tónlistarmaður, læknanemi og jógakennari, um nýja myndbandið. Jóhann Páll Jónssoni tók það upp en Bergur Þórisson sá um hljóðið. Alla mánudaga í júlí ætlar Ragnar að deila einu lagi frá fyrrnefndum tónleikum sem haldnir voru í jógastöðinni Sólir. 

Hægt er að fylgjast með þessum ævintýrum Ragnars á Facebook. 

 

Þættir