Klárlega tvö töpuð stig

ÍÞRÓTTIR  | 27. júlí | 22:15 
Sindri K. Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, átti glæsilegan leik í kvöld fyrir Keflavík sem gerði 3:3 jafntefli við Fylki í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Það má hljóma furðulega þar sem þessi unglingalandsliðsmarkvörður fékk á sig þrjú mörk.

Sindri K. Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, átti glæsilegan leik í kvöld fyrir Keflavík sem gerði 3:3 jafntefli við Fylki í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Það má hljóma furðulega þar sem þessi unglingalandsliðsmarkvörður fékk á sig þrjú mörk.

Sindri bjargaði Keflvíkingum þegar mikið lá við en sjálfur var hann hógvær í viðtali eftir leik og sagði andstæðing sinn aðeins hafa skotið í sig. Sindri sagði hins vegar eftir leik að tvö stig hefðu farið í súginn og fannst augljóslega að hans menn hefðu átt skilið að vinna. 

Þættir