Mörg lið hefðu hengt haus

ÍÞRÓTTIR  | 27. júlí | 22:30 
Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkismanna, skoraði eitt af þremur mörkum þeirra á Nettóvellinum í kvöld þegar þeir gerðu jafntefli við Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu.

Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkismanna, skoraði eitt af þremur mörkum þeirra á Nettóvellinum í kvöld þegar þeir gerðu jafntefli við Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu.

Albert sagði í viðtali við mbl.is í kvöld að línur væru vissulega farnar að skýrast í deildinni og að hvert stig væri farið að skipta máli. Albert sagði að stigið í kvöld hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrir sína menn og að halda toppsætinu, en það væri markmið Fylkismanna að klára mótið á toppnum og vinna deildina. 

Þættir