Gung Ho-brautin tekin út

FÓLKIÐ  | 28. júlí | 9:38 
Það er töluverð áskorun að fara í gegnum stærðarinnar Gung Ho-braut líkt og Hvati og Hulda í Magasíninu á K100 fengu að kynnast í gær þegar þau fengu að prufa brautina sem búið er að setja upp við Fífuna í Kópavogi.

Það er töluverð áskorun að fara í gegnum stærðarinnar Gung Ho-braut líkt og Hvati og Hulda í Magasíninu á K100 fengu að kynnast í gær þegar þau fengu að prufa brautina sem búið er að setja upp við Fífuna í Kópavogi. 

Eins og sést í myndskeiðinu gaf Hvati ekkert eftir í brautinni sem verður svo sett upp í fullri stærð í Laugardalnum í fyrri hluta ágústmánaðar.

Þættir