„Þetta er æðisleg breyting“

INNLENT  | 25. ágúst | 16:02 
„Þetta er æðisleg breyting,“ er það sem gestirnir á Hlemmi Mathöll segja um breytinguna á húsinu að sögn Aldísar Sveinsdóttur, starfsmanns á Rabarbarnum, sem er einn af tíu matsölustöðum á Hlemmi. mbl.is kom við á Hlemmi Mathöll í vikunni og kíkti á stemninguna í húsinu.

„Þetta er æðisleg breyting,“ er það sem gestirnir á Hlemmi Mathöll segja um breytinguna á húsinu að sögn Aldísar Sveinsdóttur, starfsmanns á Rabarbarnum, sem er einn af tíu matsölustöðum á Hlemmi.

mbl.is kom við á Hlemmi Mathöll í vikunni og kíkti á stemninguna í húsinu en Hlemmur Mathöll opnaði á Menningarnótt eftir langan aðdraganda. Aldís segir að mikið hafi verið að gera frá því að húsið opnaði og að viðskiptavinirnir séu jafnt heimamenn og ferðamenn. 

Þættir