Þessir keppa í Biggest Loser Ísland

FÓLKIÐ  | 30. ágúst | 16:28 
Fjórða þáttaröð Biggest Loser Ísland fer í loftið í Sjónvarpi Símans 21. september. Í nóvember kemur svo í ljós hvor þjálfarinn vinnur, Gurrý eða Evert.

Fjórða þáttaröð Biggest Loser Ísland fer í loftið í Sjónvarpi Símans 21. september. Í nóvember kemur svo í ljós hvor þjálfarinn vinnur, Gurrý eða Evert. 

„Fjórða þáttaröð Biggest Loser Ísland verður sú fyrsta sem tekin er upp á Bifröst í Borgarfirði, sú fyrsta sem sýnd er um haust og sú fyrsta sem allir landsmenn eiga þess kost að horfa á,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Símans. 

Eins og sést í myndskeiðinu með fréttinni er mikil keppni á milli Biggest Loser-keppenda.  

Vinsældir Biggest Loser Ísland hafa vaxið, en þetta er önnur serían í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

„Þegar fyrsta þáttaröðin fór í loftið var sjónvarpsstöðin lokuð áskriftarstöð. Þriðja þáttaröðin náði til allra með gagnvirkt sjónvarpskerfi en þessi nær til allra sem ná sjónvarpsútsendingum yfir höfuð. Við erum því verulega spennt að sýna afraksturinn og sjá hvernig þættirnir leggjast í landann,“ segir Pálmi og bætir því við að svæðið í kringum Bifröst sé heillandi. 

„Svæðið er skemmtilegt. Bæði er þar góð aðstaða og Borgarfjörðurinn svo fallegur að útisenur koma einstaklega vel út,“ segir hann og fagnar því að fara í loftið með fjórðu seríuna.

„Líftími íslenskra þáttaraða eftir erlendum fyrirmyndum er oftast ekki langur en við svörum nú vaxandi eftirspurn áhorfenda eftir Biggest Loser.“

Líkt og áður eru keppendurnir tólf og þeim skipt upp í bláa og rauða liðið sem verða svo leyst upp í einstaklingskeppni. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Símann.

Þættir