Svakaleg stemning á Seltjarnarnesi

FÓLKIÐ  | 31. August | 13:24 
Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil stemning í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í morgun þegar allir grunnskólanemar á Seltjarnarnesi dönsuðu og hoppuðu við tóna frá stuðbandinu Milkywhale. Tæplega 530 krakkar mættu til að skemmta sér en tónleikarnir voru hluti af verkefninu List fyrir alla.

Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil stemning í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í morgun þegar allir grunnskólanemar á Seltjarnarnesi dönsuðu og hoppuðu við tóna frá stuðbandinu Milkywhale.

Tæplega 530 krakkar í 1.-10. bekk mættu til að skemmta sér en tónleikarnir voru hluti af verkefninu List fyrir alla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur nú fyrir í annað sinn. Markmiðið er að á 10 ára grunnskólagöngu sinni fá börn góða yfirsýn yfir breiðan vettavang listanna.

Tónleikarnir í dag voru fyrsti viðburðurinn á þessu skólaári en á næstu mánuðum verða fjölbreyttir viðburðir víða um land.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Þættir