„Ógeðslega góðir í fyrri hálfleik“

ÍÞRÓTTIR  | 3. september | 14:00 
Martin Hermannsson skoraði 13 stig gegn Frakklandi á EM í Helsinki í dag og sagði ánægjulegt að sjá að Ísland gæti keppt við þá bestu í körfuboltanum í Evrópu en þar átti Martin við frammistöðu íslenska liðsins í fyrri hálfleik.

Martin Hermannsson skoraði 13 stig gegn Frakklandi á EM í Helsinki í dag og sagði ánægjulegt að sjá að Ísland gæti keppt við þá bestu í körfuboltanum í Evrópu en þar átti Martin við frammistöðu íslenska liðsins í fyrri hálfleik. 

„Mér fannst eiginlega geggjað hvað við vorum ógeðslega góðir í fyrri hálfleik. Við stóðum í þeim en á sama tíma voru þeir að hitta svakalega. Það var jákvætt að sjá að við getum þetta og getum spilað við þessa bestu en við þurfum að geta sett saman góðar 40 mínútur. Eins og áður þá komum við að þessu með flotta fyrri hálfleikinn hjá okkur. Það er orðið svolítið þreytandi en það fer mikil orka og kraftur í þetta allt saman,“ sagði Martin meðal annars við mbl.is en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir