„Ódýrasta tæknivilla sem ég hef fengið“

ÍÞRÓTTIR  | 6. September | 21:00 
Martin Hermannsson var mjög vonsvikinn yfir ákvörðun dómara í leik Íslands og Finnlands í kvöld. Fékk Martin þá tæknivíti fyrir mótmæli í síðasta leikhlutanum og vegna dómsins fengu Finnar fjögur stig til viðbótar við þrjú sem þeir höfðu þegar skorað í sömu sókninni.

Martin Hermannsson var mjög vonsvikinn yfir ákvörðun dómara í leik Íslands og Finnlands í kvöld. Fékk Martin þá tæknivíti fyrir mótmæli í síðasta leikhlutanum og vegna dómsins fengu Finnar fjögur stig til viðbótar við þrjú sem þeir höfðu þegar skorað í sömu sókninni. 

Í stöðunni 67:62 fyrir Ísland fór Ísland í sókn. Hlynur fékk boltann undir körfunni og hitti ekki en mjög hart var að honum sótt. Svipað gerðist þegar Finnar fóru í sókn, þeir skoruðu og fengu víti að auki. Martin mótmælti og var þá dæmt tæknivíti sem þýðir vítaskot og Finnar halda boltanum. Skoruðu Finnarnir úr vítinu og settu í framhaldinu niður þriggja stiga skot. Staðan var því orðin 69:67 fyrir Finnland eftir eina sókn. 

„Það kom alltof stór sveifla í þessu tilfelli. Í stað þess að Hlynur fengi tvö víti þá fara þeir yfir, skora og ég fæ rosalega ódýra tæknivillu á mig í kjölfarið. Svo settu þeir þrist ofan á það,“ sagði Martin en spurður um hvað hann lét út úr sér sagði hann það hafa verið saklaust:

„„Same thing on the ofter side“ sagði ég við hann og það fór ekki vel í minn mann. Þetta er ódýrasta tæknivilla sem ég hef fengið,“ sagði Martin meðal annars við viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.  

Þættir