5,6 milljónum gert að yfirgefa heimilin

ERLENT  | 9. september | 7:56 
Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum hafa beðið 5,6 milljónir manna um að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Irma sem er væntanlegur yfir suðausturhluta ríkisins. Irma hefur náð styrk 5 á nýjan leik eftir að hafa farið yfir Kúbu og fellibylurinn er nú um 440 kílómetrum frá borginni Miami.

Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum hafa beðið 5,6 milljónir manna um að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Irma sem er væntanlegur yfir suðausturhluta ríkisins. Irma hefur náð styrk 5 á nýjan leik eftir að hafa farið yfir Kúbu og fellibylurinn er nú um 440 kílómetrum frá borginni Miami.

Búist er við að Irma nálgist suðausturströnd Flórída seint í kvöld og færi sig svo yfir ríkið sjálft á sunnudag.

Fjölmargir íbúar hafa þegar yfirgefið heimili sín.

Frétt mbl.is: Birga sig upp af helstu nauðsynjum

Að minnsta kosti 19 hafa látist eftir að fellibylurinn gekk yfir Karabíska hafið. Hann gerði mikinn usla á eyjum á borð við Saint Barhtelemy og Saint Martin, þar sem 60 prósent heimila eyðilögðust. Eftir það gekk bylurinn yfir Virgin-eyjar og Púertó Ríkó.

Óttast er að Irma verði enn hættulegri en fellibylurinn Andrew sem varð 65 manns að bana árið 1992.

Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, sagði að allir íbúar Flórída, 20,6 milljónir manna, ættu að vera tilbúnir til að yfirgefa heimili sín.

Þættir