„Mikilvægt að allir leggist á eitt“

INNLENT  | 12. september | 15:50 
„Ég hef ekki heyrt annað að þetta hafi gengið vel fyrir sig. Við höfum ekki fengið nein símtöl eða kvartanir,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna yfirstandandi framkvæmda á Kringlumýrarbraut í Reykjavík.

„Ég hef ekki heyrt annað að þetta hafi gengið vel fyrir sig. Við höfum ekki fengið nein símtöl eða kvartanir,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna yfirstandandi framkvæmda á Kringlumýrarbraut í Reykjavík.

„Mér sýnist að fjölmiðlar hafi skilað sínu. Þeir hafa vakið duglega athygli á þessu, fylgst með þessu og komið á framfæri upplýsingum og ábeningum til ökumanna og það virðist hafa skilað sér í því að fólk hafi verið betur undir þetta búið,“ segir hann. Það hafi vafalaust haft sitt að segja varðandi það að koma í veg fyrir óþægindi sem hefðu hugsanlega getað átt sér stað.

„Við skulum bara vona að þetta gangi áfram vel. Þetta á að taka tiltölulega fljótt af. Það er alltaf erfitt þegar miklar framkvæmdir eiga sér stað á þessum tíma. En þá er einmitt mikilvægt að allir leggist á eitt að reyna að lágmarka þau óþægindi sem geta orðið vegna þeirra.“

Þættir