Fjórðungur heimila eyðilagðist í fellibylnum

ERLENT  | 13. september | 8:35 
Talið er að um fjórðungur heimila á Florida Keys, eyjaklasa við strendur Flórída, hafi eyðilagst er fellibylurinn Irma fór þar yfir á sunnudag. Íbúum á sumum eyjunum var leyft að snúa til baka í gær og hafa í kjölfarið tekið að birtast myndir af húsum sem hreinlega hafa rifnað í sundur í fellibylnum.

Talið er að um fjórðungur heimila á Florida Keys, eyjaklasa við strendur Flórída, hafi eyðilagst er fellibylurinn Irma fór þar yfir á sunnudag. Íbúum á sumum eyjunum var leyft að snúa til baka í gær og hafa í kjölfarið tekið að birtast myndir af húsum sem hreinlega hafa rifnað í sundur í fellibylnum sem fór þar yfir á um 192 km/klst hraða.

Björgunarsveitir fara nú um þau svæði sem verst urðu úti og færa íbúum nauðsynjar á borð við mat og vatn að sögn BBC.

 

 

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun heimsækja Flórída á morgun til að virða fyrir sér þær skemmdir sem Irma olli á ferð sinni um ríkið.

Um það bil 90.000 íbúar hafa nú snúið aftur til Florida Keys og Miami Beach. Þeir voru þó áður varaðir við að öll þjónusta væri af skornum skammti, bensínstöðvar lokaðar og farsímasamband lélegt. „Þeir íbúar sem koma aftur ættu að hafa í huga að þjónusta er takmörkuð. Flest svæði eru enn án rafmags og vatns,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Monroe-sýslu.

Irma hefur verið tengd 18 dauðsföll­um í Banda­ríkj­un­um frá því hún gekk þar á land, þar af 12 í Flórídaríki. Eyðilegg­inga­slóð Irmu um eyj­ar Karíbahafs var ekki minni, en talið er að hún hafi kostað 37 manns lífið hið minnsta á för sinni þar um.

 

 

Tæplega 6,9 milljón heimla eru nú án rafmagns á Flórída, í Georgíu, Norður-Karólínu, Suður-Karólínu og Alabama.

Eyðileggingin sem hefur mætt íbúum Florida Keys er víða mikil. Heimili hafa rifnað í tvennt, bátar hafa fokið á land og götur eru þaktar braki og rusli.

Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), segir 25% heimila á eyjunum vera ónýt eftir Irmu og að verulegar skemmdir sé á 65% heimila. „Gott sem hvert einasta hús á Keys-svæðinu varð fyrir Irmu,“ sagði Long.

 

„Svo mörg svæði þar sem manni datt ekki í hug að gæti flætt, urðu fyrir flóði,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída.

Stjórnvöld í Bretlandi, Hollandi og Frakklandi hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa verið sein að koma íbú­um ný­lendu­svæða á Karíbahafinu til aðstoðar. Þau hafa nú sett aukin kraft í björgunaraðgerðir og kom Emmanuel Macron, forseti Frakklands til Guadalupe í gær. Sagði hann Frakka björgunaraðgerðir Frakka veru stærstu loftbrú frá því í síðari heimstyrjöldinni.

Þá er Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur nú á ferð um hinn hollenska hluta St. Martin. „ég hef upplifað stríð og séð náttúruhamfarir áður. En ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði hann í samtali við hollenska útvarpsstöð í gær. Einnig er von á Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til Bresku-Jómfrúreyja.

Þættir