Viðbrögð forsætisráðherra í beinni

INNLENT  | 15. september | 18:26 
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætlar að ræða við blaðamenn eftir fund hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kjölfar stjórnarslita sem urðu í nótt eftir að Björt framtíð sagði sig úr samstarfinu. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er stefnt að því að fundurinn verði klukkan 16:30.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætlar að ræða við blaðamenn eftir fund hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kjölfar stjórnarslita sem urðu í nótt eftir að Björt framtíð sagði sig úr samstarfinu. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er stefnt að því að fundurinn verði klukkan 16:30

Áður hafði komið fram að fundurinn ætti að hefjast klukkan 16:00, en samkvæmt upplýsingum mbl.is hefur því verið frestað um 30 mínútur.

Bjarni hefur hingað til ekki tjáð sig við fjölmiðla eftir að ljóst varð um stjórnarslitin í nótt.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði við mbl.is í nótt að ástæða þess að flokkurinn gengi nú úr samstarfinu væri trúnaðarbrestur sem hefði orðið milli flokkanna. Vísaði hann til þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi látið Bjarna vita að faðir hans hafði skrifað undir meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds barnaníðings, með umsókn hans um uppreist æru en ekki látið samstarfsflokka sína vita af því.

Þættir