Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

INNLENT  | 21. september | 10:16 
Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn.

Í tilefni þess að Iðanaðarmannafélagið í Reykjavík fagnar 150 ára afmæli hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess sem verður frumsýnd í Laugarásbíói í hádeginu á laugardag. Það var Halldór Árni Sveinsson sem hafði umsjón með framleiðslunni en Baldur Gíslason fyrrverandi skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík fór fyrir ritnefnd myndarinnar. 

Hægt er að skrá sig á frumsýninguna á vef félagsins.

31 iðnaðarmaður stóðu að stofnun félagsins árið 1867 en auk þess að styrkja stöðu iðnaðarmanna í borginni stóð félagið fyrir því að efla menntun og þekkingu félagsmanna. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. 

Í myndskeiðinu er stikla úr myndinni.

Þættir