Flúrað yfir ör sjálfsskaða

INNLENT  | 22. september | 16:26 
Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur.

Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur.

Í myndskeiðinu er rætt við Sunnu Mjöll og Tiago.

Stofan hjá Tiago er á Garðatorgi í Garðabæ og nefnist Hafgufa en hann er í samstarfi við alþjóðleg samtök húðflúrara sem leggja til blek og nálar svo að þjónustan sé fólki algerlega að kostnaðarlausu.

Facebook síða Hafgufu

Þættir