„Það var ömurlegt að tapa“

FÓLKIÐ  | 26. september | 13:03 
„Það var ömurlegt að tapa og ég ætla aldrei að gera það aftur,“ segir liðsmaður bláa liðsins sem beið ósigur gegn því rauða í fyrstu þrautinni í liðakeppninni í Biggest Loser Ísland sem hóf göngu sína á nýjan leik í síðustu viku.

„Það var ömurlegt að tapa og ég ætla aldrei að gera það aftur,“ segir liðsmaður bláa liðsins sem beið ósigur gegn því rauða í fyrstu þrautinni í liðakeppninni í Biggest Loser Ísland sem hóf göngu sína á nýjan leik í síðustu viku.

Frétt mbl.is: Sviti, tár og tilfinningar í fyrsta þætti

Í þrautinni unnu liðin í þremur tveggja manna teymum sem hvert um sig þurfti að leysa sína þraut. Bláa liðið lenti í erfiðleikum strax í fyrstu þraut sem varð því að falli líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbroti úr þættinum.

Með sigri í þrautinni fékk rauða liðið aftur á móti eitt kíló á vigtinni sem getur reynst dýrmætt. Alls hófu tólf einstaklingar keppni en einn þeirra kvaddi í síðasta þætti. Þáttaröðin er rétt að hefjast en næsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudaginn klukkan 20.00.

Þættir