Brjóta niður staðalímyndir með vaxtarrækt

SMARTLAND  | 12. október | 12:10 
„Í rauninni samþykkja japanskir menn ekki vöðvastæltar konur,“ sagði Yuri Yasui japanskur bikiní fitness keppandi. Sífellt fleiri konur í Japan eru byrja að stunda líkamsrækt.

Vaxtarrækt nýtur sífellt meiri vinsælda í Japan en þar byrja margar konur að stunda vaxtarrækt eftir að þær eiga börn, á fimmtugs- og sextugsaldri. 

Satoko Yamanouchi er ein helsta vaxtarræktastjarna Japans en hún er 56 ára gömul. Yamanouchi á hlut í því að brjóta niður þær staðalímyndir sem ríkja um konur í Japan. 

„Ég vil hjálpa til við að breyta sýn fólks þannig að fleira fólk kunni að meta fegurð vöðvastæltra kvenna,“ sagði Yamouchi sem hefur fimm sinnum orðið Japansmeistari í greininni. „Fólk tapar sér þegar ég segi þeim að ég sé í vaxtarrækt. Eiginmaður minn kunni heldur ekki að meta þetta þegar ég byrjaði en hann tók sönsum.“

 

Yamanouchi byrjaði að stunda líkamsrækt að kappi þegar hún var að nálgast fimmtugt og var að reyna finna sér góða hreyfingu til að stunda. 

Vaxtarræktarfólki hefur nánast tvöfaldast á undanförnum sex árum og eru nú um 3000. Konur eru um 10 prósent af þeim fjölda. 

Ég vil ekki líta út eins og Hulk. Ég vil vera falleg og halda kvenleika mínum. Mér líður bara ekki eins og venjulegri húsmóður. Ég er alltaf að keppast við að skapa hinn fullkomna líka.

Bikiní fitness líka á uppleið

Bikiní fitness er líka að verða vinsælt í Japan. Hin 33 ára gamla Yuri Yasui tekur þátt í bikiní fitness í Japan og hefur hún notið töluverðar velgengni. Hún fékk bakteríuna þegar hún var að reyna létta sig. „Þegar ég byrjaði að æfa voru foreldrar mínir mjög mótfallnir því, jafnvel vinir mínir voru það,“ sagði Yasui sem vinnur í banka á milli þess að hún keppir í bikiní fitness.

„Þau vildu ekki að að ég væri þarna uppi fyrir framan ókunnuga í bikiní að sýna á mér rassinn. Eftir allt sem á undan er gengið eru konur að byrja hreyfa sig reglulega en í rauninni samþykkja japanskir menn ekki vöðvastæltar konur,“ sagði Yasui. 

Þættir