„Stál í stál“

ÍÞRÓTTIR  | 24. October | 19:15 
„Við lögðum upp með í þessari ferð að taka með okkur fjögur stig heim að minnsta kosti og þetta er því eitthvað sem við getum sætt okkur við,“ sagði miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við mbl.is í Znojmo í kvöld þar sem Tékkland og Ísland gerðu 1:1 jafntefli í undankeppni HM.

„Við lögðum upp með í þessari ferð að taka með okkur fjögur stig heim að minnsta kosti og þetta er því eitthvað sem við getum sætt okkur við,“ sagði miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir í samtali við mbl.is í Znojmo í kvöld þar sem Tékkland og Ísland gerðu 1:1 jafntefli í undankeppni HM. 

Lið Tékka er erfitt viðureignar og verða ekki svo auðveldlega undir í baráttunni.„Þær eru mjög líkamlega sterkar og fljótir. Eins og við höfðum talað um fyrir fram að þá er þetta erfitt lið að mæta. Eru skipulagðar og góðar í pressu. Hafa þessa líkamlegu burði og eru góðar í fótbolta ofan á það,“ sagði Glódís meðal annars en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Glódís lék í kvöld sin 60. A-landsleik. 

Þættir