„Eru engir ljósastaurar“

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 19:45 
Miðvörðurinn Sif Atladóttir lék afar vel í hjarta varnarinnar í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og Tékklandi. Hún er ánægð með varnarleik Íslands í leikjunum en sagði leikinn í kvöld í Znojmo hafa verið erfiðan.

Miðvörðurinn Sif Atladóttir lék afar vel í hjarta varnarinnar í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og Tékklandi. Hún er ánægð með varnarleik Íslands í leikjunum en sagði leikinn í kvöld í Znojmo hafa verið erfiðan. 

„Þetta var erfiður leikur og mörg höfuðhögg. Ég er eiginlega ánægðust með að allir koma heilir út úr þessum leik,“ sagði Sif þegar mbl.is ræddi við hana en leiknum lauk með jafntefli 1:1. 

„Þetta eru líkamlega sterkar og stórar stelpur. Þær eru engin ljósastaurar heldur eru með kjöt á sér,“ sagði Sif meðal annars en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir