Óraunhæf kosningaloforð stóðu upp úr

INNLENT  | 30. október | 13:34 
Fjöldi manns er nú á Vökunni, tónlistarkvöldi sem haldið er á Hlíðarenda í kvöld þar sem margir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma fram. mbl.is kíkti á stemninguna á Hliðarenda. Kjósendur sem voru að kjósa í fyrsta skipti segja óraunhæf loforð hafa staðið upp úr í kosningabaráttunni.

Fjöldi manns er nú á Vökunni, tónlistarkvöldi sem haldið er á Hlíðarenda í kvöld þar sem margir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma fram. mbl.is kíkti á stemninguna á Hliðarenda.

Mbl.is ræddi við þær Eydísi, Öldu og Elísu, sem voru á Hlíðarenda. Þær voru að kjósa í fyrsta skipti og sögðu að kosningabaráttan hefði verið nokkuð fín og að þær hefðu fengið að vita allt sem þær þurftu að vita til að mynda sér skoðun á því hvað þær ættu að kjósa. „Það var ekkert hrikalega erfitt að velja.“

Þær segja að mikið af loforðum hafi staðið upp úr og þá helst mikið af óraunhæfum loforðum. Þá töldu þær mikilvægt að flokkar væru með alvöru stefnu í tengslum við kynferðisbrot.

Þegar þær voru spurðar út í hvað þeim þætti um hugmyndina á bak við Vökuna sögðu þær hana mjög hvetjandi til að fá ungt fólk til að kjósa. Planið í kvöld væri svo að „njódda og liffa“ og vísuðu þær þar í eitt vinsælasta lag á Íslandi í ár.

 

Þættir