Stýra tónlistinni með hringnum

INNLENT  | 31. október | 16:00 
Nokkrir ungir frumkvöðlar hafa hannað og framleitt hring sem gerir gerir fólki kleift að stjórna tónlist með handahreyfingum. Verkefnið byrjaði sem lokaverkefni í rafmagnsverkfræði en strákarnir eru farnir að taka niður fyrstu pantanir og munu kynna hringinn á Airwaves hátíðinni.

Nokkrir ungir frumkvöðlar hafa hannað og framleitt hring sem gerir gerir fólki kleift að stjórna tónlist með handahreyfingum. Verkefnið byrjaði sem lokaverkefni í rafmagnsverkfræði en strákarnir eru farnir að taka niður fyrstu pantanir og munu kynna hringinn á Airwaves hátíðinni.

mbl.is hitti á þá Haraldur Þórir Hugosson þróunarstjóra og Jón Helga Hólmgeirsson yfirhönnuð hjá Genki Instruments en þeir hafa fengið styrki frá Hönnunarsjóði og Tækniþróunarsjóði til að þróa hringinn sem kallast Wave.

Hægt er að stýra einstökum eiginleikum hljóða með handahreyfingum en hringurinn tengist við tónlistarforrit í gegnum Bluetooth. Hljómsveitin aAyia verður sú fyrsta til að nota Wave á tónleikum á Airwaves-hátíðinni en strákarnir hjá Genki sem eru 4 talsins hafa verið í samstarfi við tónlistarfólk við útfærsluna. 

Hægt er að kynna sér verkefnið betur á vef Genki en þeir munu einnig kynna Wave á fyrirlestri í Bíó Paradís á laugardag kl. 16. 

 

 

 

Þættir