Buðum þessu í partýið í seinni hálfleik

ÍÞRÓTTIR  | 3. nóvember | 22:40 
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist vera nokkuð sáttur við kafla í 98:79-sigrinum á Þór Þ. í 5. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Hann var hins vegar einnig ósáttur við aðra kafla. Friðrik sagði sína menn hafa verið kærulausa á köflum í leiknum og það hafi kostað þá að vissu leyti. Friðrik sagði að Þórsliðið væri þannig að þeir hætta aldrei og því þarf að vera á fullu allan leikinn.

Þættir