Rökrétt að Bjarni fái umboðið

INNLENT  | 6. nóvember | 15:30 
„Það kæmi mér ekki á óvart ef að Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna í forystu myndi fá stjórnarmyndunarumboðið. Það væri í rauninni ekkert ólógískt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef að Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna í forystu myndi fá stjórnarmyndunarumboðið. Það væri í rauninni ekkert ólógískt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is um stöðuna sem nú er komin upp við myndun nýrrar ríkisstjórnar.

mbl.is var í Alþingishúsinu í dag og ræddi við Þorgerði Katrínu, Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Þau Logi og Þórhildur eru á öðru máli en Þorgerður og telja að Katrín Jakobsdóttir fari enn með umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar og hafi úr nokkrum möguleikum að velja.

Þættir