Íslandsbankahúsið nú rústir einar

INNLENT  | 23. nóvember | 17:50 
Gamla Íslandsbankabyggingin í Lækjargötu er nú rústir einar en verið er að rífa húsið þar sem byggja á hótel á reitnum. Húsið var reist í Lækjargötu 12 á árunum 1959-1964 og hýsti þá Iðnaðarbankann. Byggingin var traustlega byggð og það sést vel þar sem helmingur hússins stendur enn.

Gamla Íslandsbankabyggingin í Lækjargötu er nú rústir einar en verið er að rífa húsið þar sem byggja á hótel á reitnum. Húsið var reist í Lækjargötu 12 á árunum 1959-1964 og hýsti þá Iðnaðarbankann. Byggingin var traustlega byggð og það sést vel þar sem helmingur hússins stendur enn og er býsna draugalegt á að líta í dag.

Gert er ráð fyrir að hótelið sem kemur í stað byggingarinnar verði á fimm hæðum og með 115 herbergjum. Fornminjar hafa fundist á lóðinni og hafa forsvarsmenn Íslandshótela lýst því yfir að þær fá sess innan byggingarinnar. 

Þættir